Tríó píanóleikarans Kára Egilssonar, ásamt saxófónleikaranum Jóel Pálssyni, kemur fram á tónleikum í Hannesarholti í kvöld, 20. desember, kl. 20. Þar verða leikin frumsamin lög eftir Kára og sérvalin lög eftir aðra í nýjum útsetningum
Tríó píanóleikarans Kára Egilssonar, ásamt saxófónleikaranum Jóel Pálssyni, kemur fram á tónleikum í Hannesarholti í kvöld, 20. desember, kl. 20. Þar verða leikin frumsamin lög eftir Kára og sérvalin lög eftir aðra í nýjum útsetningum. Ásamt Kára og Jóel verða Nicolas Moreaux á bassa og Matthías Hemstock á trommur. Í tilkynningu segir að Kári hafi verið úti í námi við Berklee-tónlistarháskólann í Boston og verða nokkur lög sem hann hefur samið í haust frumflutt á tónleikunum.