Kveikt verður á friðarkertum.
Kveikt verður á friðarkertum.
Á Þorláksmessu, mánudaginn 23. desember næstkomandi, munu hinar ýmsu friðarhreyfingar standa fyrir friðargöngum í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri, en friðarhreyfingar hafa frá árinu 1980 staðið fyrir friðargöngu niður Laugaveg í Reykjavík á…

Á Þorláksmessu, mánudaginn 23. desember næstkomandi, munu hinar ýmsu friðarhreyfingar standa fyrir friðargöngum í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri, en friðarhreyfingar hafa frá árinu 1980 staðið fyrir friðargöngu niður Laugaveg í Reykjavík á Þorláksmessu til að leggja áherslu á kröfuna um afvopnun og friðsamlega lausn deilumála.

Í Reykjavík verður safnast saman fyrir ofan Hlemm og klukkan 18 mun gangan leggja af stað niður Laugaveg undir söng kórs Menntaskólans við Hamrahlíð. Á Austurvelli verður svo stuttur útifundur.

Á Ísafirði og Akureyri verða göngur á sama tíma. Ísfirðingar safnast saman við Ísafjarðarkirkju og ganga að Silfurtorgi, en á Akureyri verður gengið frá Samkomuhúsinu að Ráðhústorgi.

Friðargangan í Reykjavík er haldin á vegum samstarfshóps friðarhreyfinga. Eftirfarandi félagasamstök skipa hópinn: Félag leikskólakennara, friðar- og mannréttindahópur BSRB, menningar- og friðarsamtökin MFÍK, samhljómur menningarheima, Samtök hernaðarandstæðinga og búddistasamtökin SGI á Íslandi.