Gallerí Fyrirbæri Samsýningin stendur fram á Þorláksmessu.
Gallerí Fyrirbæri Samsýningin stendur fram á Þorláksmessu.
Samsýningin Peace of Art/Listin og friðsemdin stendur yfir til mánudagsins 23. desember í Gallerí Fyrirbæri, Ægisgötu 7. Segir í tilkynningu að þar gefist gestum kostur á að sjá listaverk sem listamenn sýningarinnar hafi unnið að á vinnustofum sínum síðustu ár

Samsýningin Peace of Art/Listin og friðsemdin stendur yfir til mánudagsins 23. desember í Gallerí Fyrirbæri, Ægisgötu 7. Segir í tilkynningu að þar gefist gestum kostur á að sjá listaverk sem listamenn sýningarinnar hafi unnið að á vinnustofum sínum síðustu ár.

Meðal þeirra sem taka þátt í sýningunni eru: Eva Ísleifs, Jón B. K. Ransu, Rakel McMahon, Páll Ivan frá Eiðum, Katrin Inga, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Anton Lyngdal, María Sjöfn og Þröstur Valgarðsson.

Í tilkynningunni eru mörg verkanna sögð á sérstökum afslætti aðeins í þetta eina sinn, „sem gerir þetta að einstöku tækifæri til fjárfestingar í samtímalist“. Opið er á sýningunni frá klukkan 15 til 21 og er aðgangur ókeypis.