Norður
♠ D95
♥ G95
♦ K3
♣ Á10652
Vestur
♠ 7432
♥ 82
♦ Á10765
♣ D7
Austur
♠ G108
♥ KD104
♦ G92
♣ G94
Suður
♠ ÁK6
♥ Á765
♦ D84
♣ K83
Suður spilar 3G.
Sagnir eru einfaldar, 1G-3G og vestur spilar út ♦6. Sagnhafi telur sjö slagi og þarf því tvo til viðbótar og laufið er líklegasta slagauppsprettan.
Líklegast er að vestur sé að spila frá langlit og því stingur sagnhafi upp kóng í borði, ætlar að dúkka næsta tígul ef austur á ásinn. En ♦K heldur slag.
Nú virðist liggja beint við að spila laufi úr borði með það fyrir augum að setja áttuna heima. En ef austur er vakandi lætur hann níuna og vestur getur þá hent drottningunni undir kóng suðurs.
Best er að spila spaða heim á ásinn í öðrum slag og síðan laufi að blindum. Ef vestur lætur drottningu fær hann að eiga slaginn. Annars tekur suður með ás í borði og spilar meira laufi. Þegar austur setur níuna er suðri óhætt að setja lítið heima eigi vestur D eða G eftir. Ef austur átti DG94 í upphafi var spilið hvort eð er vonlaust.