Dagmál Síra Sveinn Valgeirsson og síra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
Dagmál Síra Sveinn Valgeirsson og síra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
Jólin ganga í garð í kvöld og af því tilefni er rætt við kirkjunnar þjóna í Dagmálum í dag, þau síra Svein Valgeirsson dómkirkjuprest og Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur, prest í Neskirkju. Þar er jólahaldið og inntak jólanna í forgrunni, bæði hið…

Jólin ganga í garð í kvöld og af því tilefni er rætt við kirkjunnar þjóna í Dagmálum í dag, þau síra Svein Valgeirsson dómkirkjuprest og Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur, prest í Neskirkju.

Þar er jólahaldið og inntak jólanna í forgrunni, bæði hið trúarlega, sem snýr að helgihaldi í kirkjum, og hið persónulega. Þau nefna bæði að það helgist að miklu leyti af því sem fólk hafi vanist og vilji varðveita, iðulega til þess að endurvekja bernskuminningar.

Fleira ber þó á góma, meðal annars snertifleti og mörk hins trúarlega og hins veraldlega. Siðferðisleg álitaefni séu æ oftar í opinberri umræðu, en samt veigri menn sér jafnan við að nota aldalanga lærdóma kristninnar þar um. Síra Sveinn segir að þar mætti kirkjan eflaust hafa sig meira í frammi. andres@mbl.is