Endurkoma De’Sean Parsons er kominn aftur til Haukamanna.
Endurkoma De’Sean Parsons er kominn aftur til Haukamanna. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Körfuknattleiksdeild Hauka hefur samið við bandaríska framherjann De’Sean Parsons um að leika með liðinu fram á vor. Parsons er Haukum að góðu kunnur enda lék hann með liðinu á síðasta tímabili

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur samið við bandaríska framherjann De’Sean Parsons um að leika með liðinu fram á vor. Parsons er Haukum að góðu kunnur enda lék hann með liðinu á síðasta tímabili. Í tilkynningu félagsins kemur fram að Parsons komi frá Ástralíu, muni starfa í barna- og unglingastarfi Hauka og svo snúa aftur til Ástralíu í vor. Um leið var staðfest að Steeve Ho You Fat og Tyson Jolly yrðu ekki áfram hjá Haukum.