Heimaslóðir Eggert verður áfram spilandi þjálfari KFA-manna.
Heimaslóðir Eggert verður áfram spilandi þjálfari KFA-manna. — Morgunblaðið/Arnþór
Eggert Gunnþór Jónsson, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu, hefur verið ráðinn spilandi þjálfari karlaliðs KFA til næstu tveggja ára. Eggert Gunnþór tók við starfinu í ágúst síðastliðnum og samdi þá út síðasta tímabil og hefur nú…

Eggert Gunnþór Jónsson, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu, hefur verið ráðinn spilandi þjálfari karlaliðs KFA til næstu tveggja ára. Eggert Gunnþór tók við starfinu í ágúst síðastliðnum og samdi þá út síðasta tímabil og hefur nú komist að samkomulagi um að halda áfram sem spilandi þjálfari. Hann er 36 ára gamall varnar- og miðjumaður sem hóf meistaraflokksferilinn ungur að árum fyrir austan, með Fjarðabyggð.