Hin árlega friðarganga fór fram í gær á Þorláksmessu venju samkvæmt, en íslenskar friðarhreyfingar hafa staðið fyrir friðargöngu niður Laugaveginn á þessum degi frá árinu 1981. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng við upphaf göngunnar á Hlemmi
Hin árlega friðarganga fór fram í gær á Þorláksmessu venju samkvæmt, en íslenskar friðarhreyfingar hafa staðið fyrir friðargöngu niður Laugaveginn á þessum degi frá árinu 1981.
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng við upphaf göngunnar á Hlemmi. Fjölmenni var í göngunni sem lauk á stuttum útifundi á Austurvelli.
Voru skilaboð göngunnar að þessu sinni ákall til heimsleiðtoga að setjast niður og semja um frið í hinum ýmsu stríðum sem geisa nú í veröldinni, þá sérstaklega í Úkraínu og í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs.