Guðrún Karls Helgudóttir
Guðrún Karls Helgudóttir
Björn Bjarnason bregst við orðum biskups Íslands í jólaprédikun hennar, þar sem hún sagði að samfélagið hefði „byrjað að fjarlægja trú úr almannarými hér á landi“. Björn segir að engin samfélagssátt hafi verið um það þegar „ákveðið var af yfirvöldum grunnskóla í Reykjavík að skera á tengsl skólanna við kirkjuna. Um var að ræða þrýsting minnihlutahóps sem var andvígur kristni og kirkju og vildi stækka eigin söfnuð trúlausra.“

Björn Bjarnason bregst við orðum biskups Íslands í jólaprédikun hennar, þar sem hún sagði að samfélagið hefði „byrjað að fjarlægja trú úr almannarými hér á landi“. Björn segir að engin samfélagssátt hafi verið um það þegar „ákveðið var af yfirvöldum grunnskóla í Reykjavík að skera á tengsl skólanna við kirkjuna. Um var að ræða þrýsting minnihlutahóps sem var andvígur kristni og kirkju og vildi stækka eigin söfnuð trúlausra.“

Og Björn heldur áfram: „Þá var einnig tekin pólitísk ákvörðun um að afmá það sem sagði um kristni í námskrá grunnskóla. Markvisst var unnið að því að afmá kristnina í samfélaginu án þess að risið væri gegn því af þeim þrótti sem vænta hefði mátt vegna þess hve margir voru og eru ósáttir við þessa þróun.“

Biskup bendir á í prédikun sinni að það hafi verið mistök að ýta trúnni til hliðar, miklu frekar eigi að „opna almannarými fyrir trú, trúarbrögðum, lífsskoðunum og gildum“. Og hún nefnir að með því að útiloka umræðu um kristni og kristinfræði séu nýir og gamlir Íslendingar sviptir tækifæri til þess að fræðast um og skilja betur sögu okkar og menningararf.

Skólarnir ættu að taka aftur upp kristinfræði og gera börnum þannig kleift að skilja trúna sem er grundvöllur samfélagsins hér, annars staðar á Vesturlöndum og víðar.