Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Rúmlega 80.500 erlendir ríkisborgarar voru skráðir með búsetu á Íslandi 1. desember síðastliðinn, samkvæmt talningu Þjóðskrár Íslands. Með því er um fimmtungur íbúafjöldans af erlendu bergi brotinn.
Þetta er hér sýnt á grafi en eins og sjá má hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2018. Hin hlutfallslega fjölgun er sérstaklega mikil eftir að farsóttinni lauk árið 2021 en þá hófst alþjóðaflug á ný. Jafnframt komu hingað þúsundir Úkraínumanna eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Úkraínumönnum á Íslandi hefur síðan fjölgað ár frá ári og voru þeir orðnir 4.834 talsins 1. desember síðastliðinn.
Fjöldinn talinn ofmetinn
Eins og Morgunblaðið hefur reglulega fjallað um þá er töluvert misræmi milli talna Þjóðskrár Íslands og Hagstofunnar varðandi erlenda ríkisborgara á Íslandi. Samkvæmt greinargerð sem Hagstofan birti 21. mars síðastliðinn voru íbúar landsins í byrjun árs um 15.245 þúsund færri en eldri aðferð gaf til kynna. Það ofmat mætti að mestu rekja til innflytjenda frá ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins.