Félagaskipti Viggó Kristjánsson verður leikmaður Erlangen eftir áramót.
Félagaskipti Viggó Kristjánsson verður leikmaður Erlangen eftir áramót. — Ljósmynd/Erlangen
Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, mun skipta um félag í Þýskalandi eftir áramót. Þá fer hann frá Leipzig og til Erlangen. Þetta tilkynnti félagið á aðfangadag og leikur Viggó sinn síðasta leik fyrir Leipzig gegn Hannover-Burgdorf í kvöld

Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, mun skipta um félag í Þýskalandi eftir áramót. Þá fer hann frá Leipzig og til Erlangen.

Þetta tilkynnti félagið á aðfangadag og leikur Viggó sinn síðasta leik fyrir Leipzig gegn Hannover-Burgdorf í kvöld.

Erlangen, sem ætlar sér stóra hluti á næstu árum, keypti Viggó á um 35 milljónir króna.

Liðið er þremur stigum frá öruggu sæti í þýsku 1. deildinni og er Viggó ætlað að hjálpa liðinu að halda sæti sínu í deildinni.

Viggó hefur verið á meðal markahæstu og bestu leikmanna deildarinnar undanfarin tímabil og lagði Erlangen mikla áherslu á að fá íslenska landsliðsmanninn í sínar raðir.

Þýska deildin er í fríi allan janúar vegna heimsmeistaramótsins en Viggó gæti leikið sinn fyrsta leik með nýju liði 9. febrúar er Erlangen fær Flensburg í heimsókn.