Kaup Joshua Zirkzee var á meðal þeirra sem United keypti í sumar.
Kaup Joshua Zirkzee var á meðal þeirra sem United keypti í sumar. — AFP/Ben Stansall
Enska knattspyrnufélagið Manchester United skuldar öðrum félögum 331 milljón punda eða um 58 milljarða íslenskra króna. Telegraph segir frá en skuldin er vegna kaupa félagsins á leikmönnum en hún hefur aldrei verið hærri

Enska knattspyrnufélagið Manchester United skuldar öðrum félögum 331 milljón punda eða um 58 milljarða íslenskra króna. Telegraph segir frá en skuldin er vegna kaupa félagsins á leikmönnum en hún hefur aldrei verið hærri. Þá hefur hún nánast tvöfaldast undanfarin tvö ár vegna þeirra fjárhæða sem United setti í leikmannakaup á meðan Erik ten Hag var stjóri. Þrátt fyrir mikil og dýr kaup hefur árangur liðsins ekki verið góður.