Pattra skartar sínu fegursta með áramótaförðun sem segir sez.
Pattra skartar sínu fegursta með áramótaförðun sem segir sez. — Ljósmynd/Sara Björk Þorsteinsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Nýja árið kallar á mattari húð en sést hefur undanfarin ár. Farðinn Terracotta Le Teint frá Guerlain er fullkominn til að framkalla þann stíl. Um er að ræða margverðlaunaðan farða sem kallar fram það besta með miðlungsþekjandi formúlu sem er…

Nýja árið kallar á mattari húð en sést hefur undanfarin ár. Farðinn Terracotta Le Teint frá Guerlain er fullkominn til að framkalla þann stíl. Um er að ræða margverðlaunaðan farða sem kallar fram það besta með miðlungsþekjandi formúlu sem er kremkennd en virkar eins og flauel þegar farðinn er kominn á húðina. Þessi farði leyfir húðinni að njóta sín en það er líka mikilvægt að nota púður til að ná fram þessari möttu áferð. Future Solution LX Loose Radiance Powder frá Shiseido er örþunnt laust púður sem mattar húðina en gefur líka birtu í kringum augnsvæði, nef og á milli augabrúna og á köku. Púðrið sléttir úr og fyllir upp í fínar línur í leiðinni,“ segir Dýrleif.

Glitur á réttum stöðum

Áherslur í förðun fyrir 2025 verða sanseraðar.

„Metallic-áferðir koma aftur og við erum ekki að tala bara um glitrandi augnskugga. Hugsaðu glampandi fylgihluti sem glampa líkt og flugeldar úr margra kílómetrafjarlægð. Gosh Copenhagen Eyeconic shadows eru tvíenda, kremkenndir augnskuggar sem bjóða upp á glitrandi formúlu á öðrum endanum og matta á hinum. Hægt er að nota augnskuggann á augun en einnig á kinnbeinin til að bæta við dýpt eða glans. Tískuheimurinn er nú að fagna því að blanda saman stílum, svo ekki hika við að prófa ýmsa metallic-tóna og blandaðu heitum og köldum litum saman,“ segir Dýrleif.

En hvernig eiga varirnar að vera á nýja árinu?

„Eitt af því mest spennandi á nýju ári verður áherslan á varir sem líta út eins og þær séu „nýlega kysstar“. Guerlain Rouge G-varaliturinn í þínum uppáhalds-berjalit mun tryggja að varirnar séu bæði mjúkar og vel nærðar,“ segir Dýrleif og bendir á að hulstrið utan um varalitinn sé eins og skartgripur.

„Þú getur valið þér speglahulstur utan um varalitinn eftir eigin smekk og stíl fyrir persónulegt lúkk og þar með auðveldað þér að bæta varalitnum á hvar og hvenær sem er,“ segir hún.

Ertu með eitthvert leynitrix uppi í erminni svo varirnar virki stærri?

„Já. Dúmpaðu vísifingri örlítið yfir varalínuna eftir að þú berð varalitinn á og varirnar þínar munu virka stærri og kyssilegri.“

Blonzer og fjölhæfar vörur

Dýrleif segir að 2025 verði meira um það að ljómavörur og púður verði sameinuð í eitt og kallast fyrirbærið „Blonzer“.

„Guerlain Terracotta-sólarpúður og kinnalitir munu færa þér fallegt sólkysst útlit. Prófaðu að setja ferskjulitaðan kinnalit áður en þú berð á þig sólarpúðrið. Yfir kinnbein og nefbein og bættu síðan sólarpúðrinu yfir hæstu punktana á andlitinu þínu. Prófaðu einnig að leika þér með kremaðar formúlur sem hægt er að nota á fjölhæfan hátt, líkt og Chanel N°1 Lip & Cheek Balm býður upp á,“ segir hún.

Dýrleif notaði Gosh Copenhagen Oh My Glow Bronzing Drops á andlit Pöttru. Það gefur náttúrulegan ljóma sem hægt er að nota líka á líkamann.

„Þetta er fullkomin leið til að bæta gylltum ljóma sem skín í gegnum förðunina á rétta staði líkt og við gerðum hér efst á kinnbeinin á Pöttru. Elizabeth Arden 8 Hour Skin Protectant er einnig ómissandi í förðunarskápnum. Þessi fjölhæfa vara er ekki aðeins frábær til að næra húðina, heldur er hún einnig tilvalin til að halda vörunum mjúkum, höndum, og jafnvel til að leggja áherslu á augun líkt og við gerðum hér við innri augnkrók á Pöttru,“ segir Dýrleif.

Vatnsheldur augnblýantur getur töfrað

„Augnblýantar munu halda áfram að vera staðalbúnaður á hverju heimili, enda fullkomin leið til að draga fram augun þín en þó hefur ekki verið talað nógu mikið um þá. Með Clarins Waterproof Eye Pencil tryggirðu að blýanturinn haldist á sínum stað hvort sem það er á augnloki eða inni í vatnslínu. Mikilvægt er að nota lítinn bursta til þess að „smudge-a“ línuna við augnhárarótina og út í örlítinn „spíss“. Við notuðum brúna augnblýantinn Chestnut á Pöttru og Wonder Volume XXL-maskarann sem eykur umfang augnháranna samstundis og framkallar djúpsvört augnhár. Við hverja notkun verða augnárin þykkari og ákafari þökk sé nærandi innihaldsefnum,“ segir hún.

Ertu með eitthvert gott förðunarráð inn í nýtt ár?

„Nýttu áramótin til þess að ögra sjálfri þér og prófa nýjar vörur og aðferðir sem þú hefur ekki gert áður. Með þessum vörum geturðu skapað hið fullkomna útlit og þær leyfa sjálfstraustinu þínu að skína í gegn. Skemmtu þér vel, vertu óhrædd við að prófa nýja strauma, og gleðilegt nýtt ár,“ segir Dýrleif.

Höf.: Marta María Winkel Jónasdóttir |