Þrír eru látnir og 11 voru fluttir á sjúkrahús eftir að hópferðabifreið með tæplega 60 farþega innanborðs fór út af E10-veginum í Vesterålen í Nordland-fylki í gær og hafnaði í Ås-vatninu við Raftsund er vegurinn liggur meðfram
Þrír eru látnir og 11 voru fluttir á sjúkrahús eftir að hópferðabifreið með tæplega 60 farþega innanborðs fór út af E10-veginum í Vesterålen í Nordland-fylki í gær og hafnaði í Ås-vatninu við Raftsund er vegurinn liggur meðfram. Farþegar voru af átta þjóðernum og kvað lögregla það ekkert áhlaupaverk að ná sambandi við aðstandendur látinna og slasaðra þar sem farþegalista vantaði. Loka þurfti E10 vegna björgunaraðgerða á vettvangi sem vonast var til að lyki í gærkvöldi eftir því sem lögregla greindi norska ríkisútvarpinu NRK frá.