Rafstrengur og þrír ljósleiðarastrengir sem liggja um Finnska flóa, á milli Finnlands og Eistlands, rofnuðu á jóladag og í gær og liggur áhöfn olíuflutningaskipsins Eagle S undir grun um að hafa verið að verki, akkeri skipsins reyndist horfið þegar eftirlitsskip finnska landamæraeftirlitsins kom á vettvang og fór þess á leit við áhöfnina að hún drægi inn akkeriskeðjuna.
„Við höfum ástæðu til að gruna að maðkur sé í mysunni,“ sagði Markku Hassinen talsmaður landamæraeftirlitsins á blaðamannafundi í gær þar sem enn fremur var greint frá því að olíuskipið sigldi undir fána Cook-eyja í Kyrrahafi. Skipið sé þó, að sögn finnska ríkislögreglustjórans Ilkka Koskimäki, hluti hins svokallaða skuggaflota Rússa sem telur á annað þúsund skip.