— Morgunblaðið/Hákon
Í kringum 400 manns voru samankomnir í Seltjarnarneskirkju í gær til að taka þátt í hinu árlega kirkjuhlaupi Trimmklúbbs Seltjarnarness. Að sögn Ragnars Steins Ragnarssonar formanns Trimmklúbbsins er hlaupið rétt yfir 14 kílómetrar og farið fram hjá …

Í kringum 400 manns voru samankomnir í Seltjarnarneskirkju í gær til að taka þátt í hinu árlega kirkjuhlaupi Trimmklúbbs Seltjarnarness.

Að sögn Ragnars Steins Ragnarssonar formanns Trimmklúbbsins er hlaupið rétt yfir 14 kílómetrar og farið fram hjá 13 kirkjum, þar á meðal Dómkirkjunni, Fríkirkjunni og Hallgrímskirkju, og býður t.a.m. Dómkirkjan upp á tónlistaratriði fyrir utan kirkjuna þegar hlauparana ber að garði.

Ekki er um keppni að ræða heldur hlaup til að hafa gaman af og fólk heldur hópinn. Þegar komið var aftur í hús í Seltjarnarneskirkju að hlaupahringnum loknum var svo boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur.