Sex voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir árekstur við Fagurhólsmýri í Öræfum rétt fyrir klukkan 13 í gær. Tveir bílar rákust saman og voru þrír erlendir ferðamenn í hvorum bíl, þar af eitt barn sem hlaut ekki alvarlega áverka

Sex voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir árekstur við Fagurhólsmýri í Öræfum rétt fyrir klukkan 13 í gær. Tveir bílar rákust saman og voru þrír erlendir ferðamenn í hvorum bíl, þar af eitt barn sem hlaut ekki alvarlega áverka. Tveir voru fluttir á Landspítalann.

Rúta hafnaði utan vegar skammt frá Þjórsárbrú um hádegisbil í gær. Engin slys urðu á fólki.