1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. cxd5 cxd5 5. f3 Db6 6. e4 dxe4 7. fxe4 e5 8. Bb5+ Rc6 9. d5 Bb4 10. Dd3 a6 11. Ba4 Da5 12. Bd1 Rd4 13. Rge2 Rxe2 14. Bxe2
Staðan kom upp á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem fór fram fyrir skömmu í höfuðstöðvum bankans. Hilmir Freyr Heimisson (2.390) hafði svart gegn Stephani Briem (2.211). 14. … Bd7? svartur missti af upplögðu tækifæri til að vinna skákina með 14. … Rxe4! þar eð eftir 15. Dxe4 Bxc3+ er hvíta taflið tapað. Í framhaldinu náði hvítur að snúa á svartan: 15. 0-0 Hc8 16. Dg3! Db6+ 17. Be3 Bc5 18. Dxe5+ og hvítur vann skákina um síðir. Til að heiðra minningu Ríkharðs Sveinssonar verður Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur 2024 haldið í Faxafeni 12 á morgun, 28. desember, á fæðingardegi Ríkharðs. Mótið hefst klukkan 14.00, sjá nánar á skak.is.