Theodor Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni, setti netið á hliðina þegar hann svaraði spurningu frá manni sem vissi ekki í hvorn fótinn hann ætti að stíga því hann vildi borga inn á húsnæðislánið en konan hans vildi frekar fara til sólríku eyjunnar Tenerife

Theodor Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni, setti netið á hliðina þegar hann svaraði spurningu frá manni sem vissi ekki í hvorn fótinn hann ætti að stíga því hann vildi borga inn á húsnæðislánið en konan hans vildi frekar fara til sólríku eyjunnar Tenerife.

„Við konan mín erum mjög ósammála hvað varðar fjármálin akkúrat núna. Við höfum yfirleitt verið samstiga en núna virðist hún hafa ruglast eitthvað. Ég er alltaf að benda henni á að við þurfum að borga inn á húsnæðislánið því vextirnir munu losna í desember og þá sé ég ekki fram á að við eigum fyrir reikningunum.

Við höfum alltaf farið með börn í frí til Tenerife á sumrin en nú höfum við ekki efni á því. Hún vill samt fara. Mig langar ekki til þess að við séum að hnakkrífast yfir þessu og hef reynt að humma þetta fram af mér upp á síðkastið. En ég veit að við þurfum að geta talað um þessa hluti og fundið lausn,“ sagði maðurinn í spurningu sinni.

Theodor sagði í svari sínu að það væri mjög algengt að fólk tækist á um fjármál.

„Það ástand sem verið hefur í íslensku efnahagslífi undanfarin misseri hefur ekki farið framhjá okkur sem vinnum með pörum. Það er sorglegt að segja að ágreiningur í fjármálum setur fjölda parsambanda á hliðina. Rannsóknir Gottman-stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem er ein sú virtasta í okkar fagi, sýna til dæmis að það eru fleiri parsambönd sem fara á hliðina vegna fjármála en framhjáhalda,“ sagði Theodor í svari sínu.

Byrjaði með 20 árum eldri manni og er á bömmer því hann er orðinn svo gamall

Svo var það konan sem byrjaði með 20 árum eldri manni en svo vaknaði hún upp við að maðurinn var orðinn of gamall fyrir hennar smekk.

Höf.: Marta María Winkel Jónasdóttir |