Norður ♠ G1086 ♥ 63 ♦ K107 ♣ ÁKD4 Vestur ♠ 54 ♥ G98752 ♦ – ♣ G9762 Austur ♠ 72 ♥ K10 ♦ ÁD8532 ♣ 1085 Suður ♠ ÁKD93 ♥ ÁD4 ♦ G964 ♣ 3 Suður spilar 6♠

Norður

♠ G1086

♥ 63

♦ K107

♣ ÁKD4

Vestur

♠ 54

♥ G98752

♦ –

♣ G9762

Austur

♠ 72

♥ K10

♦ ÁD8532

♣ 1085

Suður

♠ ÁKD93

♥ ÁD4

♦ G964

♣ 3

Suður spilar 6♠.

Sagt er að ekki eigi að skipta um hest í miðri á en stundum er það nauðsyn.

Eftir hressilegar sagnir þar sem AV passa allan tímann verður suður sagnhafi í 6♠. Vestur spilar út litlu hjarta og sagnhafi drepur kóng austurs með ás og tekur tvisvar tromp.

Spilið virðist byggjast á að hitta í tígulinn. Sagnhafi byrjar á að taka ♥D, trompa hjarta, austur hendir tígli, tekur síðan þrjá efstu í laufi og hendir tveimur tíglum. Þegar suður spilar fjórða laufinu úr borði hendir austur tígli og sagnhafi trompar ... en þá er spilið tapað.

Ef sagnhafi hefur fylgst með og talið upp að 13 veit hann að austur á tvo spaða, tvö hjörtu og þrjú lauf og því alla tíglana sem úti eru. Þarna þarf hann að breyta um áætlun, henda tígli heima og gefa vestri slaginn. Og vestur verður að spila annaðhvort hjarta eða laufi í tvöfalda eyðu.