40 ára Guðmundur er Reykvíkingur, ólst upp í Vesturbænum og býr þar. Hann lauk BA-gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og er sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður. Áhugamálin eru hjólreiðar, eldamennska og listir

40 ára Guðmundur er Reykvíkingur, ólst upp í Vesturbænum og býr þar. Hann lauk BA-gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og er sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður. Áhugamálin eru hjólreiðar, eldamennska og listir.


Fjölskylda Maki Guðmundar er Betsy Doon Hassett, f. 1990, fótboltakona með Stjörnunni og landsliðskona með Nýja-Sjálandi. Sonur þeirra er Nói, f. 2024. Börn Guðmundar frá fyrra sambandi eru Tómas Snær, f. 2005, og Anna Guðrún, f. 2007. Foreldrar Guðmundar eru Guðmundur Eggert Finnsson, f. 1955, leiðsögumaður, og Guðrún Þorvaldsdóttir, f. 1958, móttökustjóri. Þau eru búsett í Kópavogi.