Knattspyrnumaðurinn Kristófer Máni Pálsson er orðinn leikmaður Grindavíkur en hann gerði þriggja ára samning við félagið í gær. Hann kemur til Grindavíkur frá Breiðabliki, þar sem hann er uppalinn. Kristófer er 19 ára gamall miðjumaður
Knattspyrnumaðurinn Kristófer Máni Pálsson er orðinn leikmaður Grindavíkur en hann gerði þriggja ára samning við félagið í gær. Hann kemur til Grindavíkur frá Breiðabliki, þar sem hann er uppalinn.
Kristófer er 19 ára gamall miðjumaður. Hann hefur alla tíð verið hjá Breiðabliki en ekki leikið keppnisleik með meistaraflokki. Grindavík hafnaði í 9. sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og leikur áfram í næstefstu deild.