Kynningarplakat myndarinnar.
Kynningarplakat myndarinnar.
Gróa nefnist heimildarmynd í leikstjórn Tuma Bjarts Valdimarssonar og Önnu Maríu Björnsdóttur sem sýnd verður í línulegri opinni dagskrá á Sjónvarpi Símans mánudaginn 30. desember kl

Gróa nefnist heimildarmynd í leikstjórn Tuma Bjarts Valdimarssonar og Önnu Maríu Björnsdóttur sem sýnd verður í línulegri opinni dagskrá á Sjónvarpi Símans mánudaginn 30. desember kl. 19.30. Myndin fjallar um lífræna ræktun en tónlistarkonan Anna María bjó lengi í Danmörku. „Þar kynntist hún Jesper sem ólst upp á lífrænum bóndabæ á Jótlandi. Nokkrum börnum síðar flytja þau til Íslands og Anna kynnir sér lífræna ræktun á Íslandi, eða skort á henni og reynir að breyta því,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að bændur í lífrænni ræktun á Íslandi eru um 30 talsins og aðeins 1% af bændastéttinni. „Mörg hafa þau synt gegn straumnum í áratugi en hafa sýnt og sannað að lífræna ræktun er vel hægt að stunda á Íslandi. Lífræn ræktun er það sem koma skal en nýútkomin aðgerðaáætlun inniheldur markmið um að tífalda lífræna ræktun fram til ársins 2040.“