Norðurkóreskur hermaður var handsamaður af Úkraínuher í Kúrsk-héraði Rússlands. Maðurinn var illa særður við handtökuna og er hann sagður hafa látist í kjölfarið. Ekki er ljóst hvort Úkraínuher hafi náð að yfirheyra viðkomandi, en þetta er í fyrsta skipti sem hermaður Norður-Kóreu er tekinn höndum
Norðurkóreskur hermaður var handsamaður af Úkraínuher í Kúrsk-héraði Rússlands. Maðurinn var illa særður við handtökuna og er hann sagður hafa látist í kjölfarið. Ekki er ljóst hvort Úkraínuher hafi náð að yfirheyra viðkomandi, en þetta er í fyrsta skipti sem hermaður Norður-Kóreu er tekinn höndum.
Mannfall í röðum norðurkóreskra hermanna er mikið, en fallnir og særðir eru sagðir vel yfir þrjú þúsund. Stjórnvöld í Pjongjang sendu um 10 þúsund hermenn sem hernaðaraðstoð við Rússland.