— AFP/Haj Kadour
Eyðileggingin sem blasir við í Sýrlandi eftir langvarandi vopnuð átök þar er nær ólýsanleg. Heilu borgirnar eru fátt annað en rústir einar og mikill fjöldi fólks því án húsaskjóls og þjónustu. Þær húsarústir sem hér sjást til hliðar eru það sem eftir er af mosku einni í úthverfi Damaskus

Eyðileggingin sem blasir við í Sýrlandi eftir langvarandi vopnuð átök þar er nær ólýsanleg. Heilu borgirnar eru fátt annað en rústir einar og mikill fjöldi fólks því án húsaskjóls og þjónustu.

Þær húsarústir sem hér sjást til hliðar eru það sem eftir er af mosku einni í úthverfi Damaskus. Af myndinni að dæma má teljast ótrúlegt að turnar moskunnar séu ekki þegar fallnir, en útveggir eru að stórum hluta farnir og hið sama má segja um kúpta þakið sem eitt sinn fyrirfannst. Þær byggingar sem enn standa uppi í nágrenni moskunnar eru nær allar gjörónýtar.

Þrjár vikur eru liðnar frá því að Sýrlandsforseti flúði land sitt.