Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Innness og Samkeppniseftirlitsins sem fjallar um heimild eftirlitsins til að grípa inn í háttsemi framleiðendafélaga samkvæmt búvörulögum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að lögin hefðu ekki lagagildi

Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Innness og Samkeppniseftirlitsins sem fjallar um heimild eftirlitsins til að grípa inn í háttsemi framleiðendafélaga samkvæmt búvörulögum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að lögin hefðu ekki lagagildi. Þetta kemur fram í ákvörðun Hæstaréttar sem birt var í gær.

Í síðasta mánuði komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að búvörulögin sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu ekki verið sett á stjórnskipulegan hátt. Ástæðan var sú að svo miklar breytingar höfðu verið gerðar á frumvarpinu við meðferð þess á Alþingi.

Samkvæmt 44. gr. stjórnarskrárinnar má ekki samþykkja nein lög nema þau hafi fengið þrjár umræður á Alþingi. Vegna þeirra breytinga sem urðu á frumvarpinu taldi héraðsdómur frumvarpið í raun bara hafa fengið eina umræðu á þingi.

Kröfðust íhlutunar

Málið á rætur að rekja til þess að Innnes krafðist þess að Samkeppniseftirlitið gripi til íhlutunar vegna háttsemi framleiðendafélaga. Eftirlitið hafnaði kröfunni og sagði félögin ekki lengur á valdsviði sínu eftir að Alþingi samþykkti umrædd búvörulög.