Lukasz Fabianski, markvörður West Ham, hlaut þungt höfuðhögg þegar hann lenti í samstuði við Nathan Wood hjá Southampton í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrradag. Fabianski fékk langa aðhlynningu í kjölfarið og var borinn af velli

Lukasz Fabianski, markvörður West Ham, hlaut þungt höfuðhögg þegar hann lenti í samstuði við Nathan Wood hjá Southampton í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrradag. Fabianski fékk langa aðhlynningu í kjölfarið og var borinn af velli. Julen Lopetegui stjóri Hamranna sagði við fréttamenn eftir leik að Fabianski væri með meðvitund og gæti tjáð sig eðlilega.