— Reuters/Suzanne Plunkett
Liðsmaður stjórnmálaflokksins Sinn Fein, sem sögulega hefur staðið fyrir sameiningu Norður-Írlands við Írska lýðveldið, settist í æðsta embætti Norður-Írlands í fyrsta skipti í sögunni. Michelle O'Neill, sem er varaforseti Sinn Fein og gengur…

Liðsmaður stjórnmálaflokksins Sinn Fein, sem sögulega hefur staðið fyrir sameiningu Norður-Írlands við Írska lýðveldið, settist í æðsta embætti Norður-Írlands í fyrsta skipti í sögunni. Michelle O'Neill, sem er varaforseti Sinn Fein og gengur hér niður tröppur norðurírska þingsins í Belfast, var skipuð fyrsti ráðherra stjórnar Norður-Írlands í febrúar. Það hefði verið talið óhugsandi meðan á blóðugum átökum mótmælenda, sem studdu sambandið við Bretland, og katólikka, sem vildu sameiningu við Írland, stóð, átökum sem lauk fyrir tæpum þremur áratugum. Hingað til hafa aðeins stjórnmálamenn, sem aðhyllast þá afstöðu að Norður-Írland verði áfram hluti af breska konungsveldinu, gegnt þessari stöðu.