Tim Miller leikstjóri Deadpool segist hafa fengið borgaða um 225.000 dollara, rúmlega 32 milljónir íslenskra króna, fyrir tveggja ára vinnu við myndina. Variety greinir frá því að leikstjórinn hafi sagt í viðtali við Collider að hann hefði óskað þess að hann hefði samið um að fá hluta af sölunni en myndin skilaði um 782 milljónum dala í kassann á heimsvísu eða sem nemur um 113 milljörðum íslenskra króna. Bætti Miller því við að það gæfi ekki vel í aðra hönd að leikstýra í fyrsta sinn í Hollywood en umboðsmaður hans tjáði honum að hann fengi meira fyrir að leikstýra einum Walking Dead-þætti. Þá ákvað Miller að leikstýra hvorki Deadpool 2 né Deadpool & Wolverine.