Þýskaland Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er komin í mjög sterka deild.
Þýskaland Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er komin í mjög sterka deild. — Ljósmynd/Alex Nicodim
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er gengin til liðs við RB Leipzig í Þýskalandi frá Nordsjælland í Danmörku. Þótt hún sé aðeins 19 ára hefur hún leikið með Nordsjælland í fjögur ár, skorað 25 mörk í 73 leikjum í efstu deild og …

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er gengin til liðs við RB Leipzig í Þýskalandi frá Nordsjælland í Danmörku. Þótt hún sé aðeins 19 ára hefur hún leikið með Nordsjælland í fjögur ár, skorað 25 mörk í 73 leikjum í efstu deild og varð markadrottning dönsku deildarinnar í fyrra þegar lið hennar varð bæði meistari og bikarmeistari. RB Leipzig er í sjötta sæti í Þýskalandi að loknum 12 leikjum af 22 á tímabilinu sem nú stendur yfir.