Skurðlæknum við Massachusetts General-sjúkrahúsið tókst að græða svínanýra búið til með erfðatækni í mann í fyrsta skipti í mars. Læknar voru bjartsýnir á að líffærið myndi starfa í að minnsta kosti tvö ár, en nýrnaþeginn lést í maí
Skurðlæknum við Massachusetts General-sjúkrahúsið tókst að græða svínanýra búið til með erfðatækni í mann í fyrsta skipti í mars. Læknar voru bjartsýnir á að líffærið myndi starfa í að minnsta kosti tvö ár, en nýrnaþeginn lést í maí. Samkvæmt sjúkrahúsinu var dánarorsökin ótengd ígræðslunni. Vísindamenn segja að það gæti haft víðtækar lífskjarabætur fyrir þúsundir sjúklinga, sem eiga líf sitt undir ígræðslum á hverju ári í Bandaríkjunum, verði að staðaldri hægt að nota vefi, frumur og líffæri, sem ekki eru úr mönnum, til ígræðslu í menn.