Jared Isaacman og Sarah Gillis urðu fyrstu geimfararnir til að fara í geimgöngu í geimferð á einkavegum. Geimleiðangurinn Polaris Dawn var farinn í september og var hugmynd milljarðamæringanna Isaacmans og Elons Musks eiganda SpaceX. Isaacman var leiðangursstjóri og fór ásamt Gillis verkfræðingi SpaceX stuttlega út úr geimfarinu til að prófa geimbúningana. Þetta afrek markar tímamót í rannsóknum á geimnum þar sem einkafyrirtæki eru komin í harða samkeppni við ríkisstofnanir. Á myndinni standa Isaacman og Gillis við John F. Kennedy-geimferðamiðstöðina í ágúst, áður en ferðin var farin.