— Skjáskot/úr myndskeiði
Óvenjulegur gestur ruddist inn á heimili fjölskyldu í Virginíu rétt fyrir jól, þegar kvistugla kom niður um strompinn. Uglan settist í jólatréð og olli bæði hlátri og furðu hjá fjölskyldunni, sérstaklega ungum börnum sem fylgdust spennt með fuglinum

Óvenjulegur gestur ruddist inn á heimili fjölskyldu í Virginíu rétt fyrir jól, þegar kvistugla kom niður um strompinn. Uglan settist í jólatréð og olli bæði hlátri og furðu hjá fjölskyldunni, sérstaklega ungum börnum sem fylgdust spennt með fuglinum.

Að lokum náði starfsmaður dýraverndarsamtaka uglunni og sleppti henni aftur út í nóttina. Atvikið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og minntu samtökin á mikilvægi þess að loka strompum yfir vetrarmánuðina til að forðast fleiri óvænta gesti.

Sjáðu myndbandið á K100.is.