Þrettán Baldur Fritz Bjarnason var í lykilhlutverki gegn Slóveníu.
Þrettán Baldur Fritz Bjarnason var í lykilhlutverki gegn Slóveníu. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Baldur Fritz Bjarnason, 17 ára ÍR-ingur sem er markahæstur í úrvalsdeildinni í vetur, skoraði 13 mörk í gær þegar Ísland vann Slóveníu, 29:28, í fyrsta leiknum á alþjóðlegu móti U19 ára landsliða í handknattleik í Merzig í Þýskalandi

Baldur Fritz Bjarnason, 17 ára ÍR-ingur sem er markahæstur í úrvalsdeildinni í vetur, skoraði 13 mörk í gær þegar Ísland vann Slóveníu, 29:28, í fyrsta leiknum á alþjóðlegu móti U19 ára landsliða í handknattleik í Merzig í Þýskalandi. Stefán Magni Hjartarson skoraði fjögur mörk og Jens Sigurðarson varði sjö skot. Ísland mætir B-liði Þýskalands og liði Hollands á mótinu í dag en síðan er spilað um endanleg sæti á morgun.