— Muhammad Fatchurofi
Þegar við segjum að eitthvað sé vanmetið finnst okkur að það verðskuldi meiri viðurkenningu eða athygli. Kannski skilja ekki nógu margir í heiminum fullt gildi þessara hluta þegar komið er út fyrir þröngan hóp aðdáenda

Þegar við segjum að eitthvað sé vanmetið finnst okkur að það verðskuldi meiri viðurkenningu eða athygli. Kannski skilja ekki nógu margir í heiminum fullt gildi þessara hluta þegar komið er út fyrir þröngan hóp aðdáenda. Eða við lærum ef til vill að meta eitthvað sem allt of lengi hefur flogið of lágt til að greinast á ratsjánni.

Það þarf ekki að vera áþreifanlegt; venja sem dottin er úr tísku vegna breyttra félagsviðmiða; hefð sem er hluti af daglegu lífi okkar en er litið framhjá vegna þess hvað hún er hversdagsleg; leið til að gera hlutina sem lendir úti í kanti vegna þess að þjóðfélagið breytist.

Hér á eftir köfum við ofan í hliðar á menningu okkar sem eiga skilið meiri athygli eða eru vanmetnar – hlutar af hversdagslífinu sem of fáir eru að hugsa um, hlusta eftir eða gera. Þessir hlutir þurfa ekki að vera í uppáhaldi, en segja að okkar mati eitthvað mikilvægt um veröld okkar eða gera hana áhugaverðari.

Við báðum framúrskarandi hóp hugsuða að svara (að því er virðist vanmetinni) spurningu: Hvað er vanmetið?

Svörin hafa verið yfirfarin og stytt. – Augusta Greenbaum