Heimsþorpið nefnist sýning sem Kristín Karólína Helgadóttir hefur opnað á Gallerí Skilti að Dugguvogi 43 í Reykjavík. Um sýninguna skrifar Ófeigur Sigurðsson: „[…] ný mennska ummyndast úr eldri mennsku nýr gróður úr eldri gróðri vex – skógur ruddur nýir skuggar svertast úr eldri skuggum lengjast land brotið google maps nýr himinn fæðist úr eldri himni hirzlan nöglin nýr iðnaður – gamall iðnaður endurfæðing drifin af skugga.“ Kristín Karólína lauk mastersprófi frá Koninklijke Academie van Schone Kunsten í Belgíu 2021. Allar nánari upplýsingar um listakonuna má lesa á vefnum kristinkarolina.com og allar nánari upplýsingar um sýninguna má sjá á instagram.com/galleryskilti/. Sýningin stendur fram í miðjan júní 2025.