Víkingar geta ekki spilað heimaleik sinn gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar karla í fótbolta 13. febrúar í Færeyjum. Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkings staðfesti við fótbolta.net í gær að UEFA hefði hafnað því vegna ótraustra samgangna við Færeyjar
Víkingar geta ekki spilað heimaleik sinn gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar karla í fótbolta 13. febrúar í Færeyjum. Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkings staðfesti við fótbolta.net í gær að UEFA hefði hafnað því vegna ótraustra samgangna við Færeyjar. Víkingar fá ekki aðra undanþágu til að spila á Kópavogsvelli og mestar líkur virðast vera á að leikið verði annars staðar á Norðurlöndum.