Þegar Bronny James var skipt inn á til að leika við hlið LeBrons James, föður síns, í viðureign Los Angeles Lakers og Minnesota Timberwolves í október var brotið blað í sögu bandaríska körfuboltans. Aldrei áður höfðu feðgar leikið saman í NBA
Þegar Bronny James var skipt inn á til að leika við hlið LeBrons James, föður síns, í viðureign Los Angeles Lakers og Minnesota Timberwolves í október var brotið blað í sögu bandaríska körfuboltans. Aldrei áður höfðu feðgar leikið saman í NBA. James, sem nú er á sínu 22. keppnistímabili, hefur ekki farið í grafgötur með að hann vilji spila með syni sínum. Lakers völdu hann í nýliðavalinu í júní. Þeir höfðu einnig leikið saman í æfingaleik fyrr í mánuðinum áður en leiktímabilið hófst.