— Teikningar eftir Oliver Jeffers
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
The following is an artist’s interpretation of the year — how it was or how it might be, through the lens of art. The Weather Doesn’t Need a Passport I was one of the few artists in attendance at the 2021 United Nations Climate Change Conference in Glasgow

Oliver Jeffers

er fínlistamaður sem veist hafa verðlaun fyrir skrif og myndskreytingar barnabóka.

Enginn er að koma

Ég held að aðalmálið við alla þessa loftslagsmálaumræðu í heiminum núna sé að hún er (af ásettu ráði) risastór. Þess vegna er engum sérstökum um að kenna. Með því að tala um loftslagsbreytingar, eins og við tölum um þær, leyfum við sjálfum okkur að hunsa þær í þeirri sjálfssannfæringu að þær séu ekki okkar vandamál. Séu þær það ekki er það heldur ekki okkar að laga þær – það geta aðrir gert. Hinn grjótharði sannleikur er sá að við erum eina fólkið hérna – og nokkurs staðar ef út í það er farið. Alheimurinn er svo gríðarstór að það er ofan skynjunar okkar og enn höfum við ekki fundið nein teikn um líf annars staðar en á jörðu. Þannig að hvort sem okkur er um að kenna eða ekki (Höskuldarviðvörun: Okkur er um að kenna!) er það sannarlega okkar að grípa til aðgerða. Núverandi hugsunarháttur okkar er þess sem heldur fyrir augun vegna þess að hann hjólar of hratt niður brekku.

Hverjum hjálpar gervigreind?

Sem listamaður með teiknarafortíð heyri ég sífellt af óttanum við að gervigreindin muni taka störfin okkar. Ég er ekki að segja að það sé tómt píp, en ég held að við horfum á málið frá röngu sjónarhorni. Fyrir það fyrsta er nafngift gervigreindar óheppileg. Hún er hvorki gervi né greind. Faðir minn, sem var kennari alla sína starfsævi, sagði alltaf að sönn greind væri eiginleiki hins forvitna. Sá sem man fjölda staðreynda hefur gott minni, það segir ekki endilega til um greind. Það sem við höfum í gervigreindinni er mjög raunverulegt og mjög öflugt algrím sem ber kennsl á mynstur. Þetta getur verið gagnlegt og já, það mun leysa manninn af hólmi við einhver störf. Rétt eins og innleiðing bifreiðarinnar kom skeifusmiðum út af markaðnum. Hvað list áhrærir getur gervigreind ekki talað einstakri rödd eins og við mannfólkið. Engu að síður er ég meðvitaður um að þungamiðja gervigreindarumræðunnar hverfist um hinn skapandi heim, hinn mennskasta starfavettvang. Við tölum ekki mikið um gervigreind þegar við borgum skattana okkar eða komum böndum á heimilisbókhaldið, sem fær mig til að hugsa til þess að gervigreind gæti kveikt nauðsynlegri umræðu: Gæti hún verið leikfang hinna ríku en afleysing okkar hinna?

© 2024 The New York Times Company og Oliver Jeffers

Veðrið þarf ekkert vegabréf

Ég var einn fárra listamanna á Loftslagsráðstefnunni í Glasgow árið 2021. Ég er bandarískur ríkisborgari fæddur í Ástralíu og alinn upp á Norður-Írlandi og á mér því persónulega sögu af þjóðrækni og ættjarðarást. Furðaði ég mig því á að fjöldi þjóðarleiðtoga sest við alheimssamningaborð loftslagsmála með hagsmuni sinnar þjóðar einnar fyrir brjósti. Sú skammsýni er allt að því ótrúleg að einblína aðeins á það sem gerist innan ímyndaðra lína á landakorti sem eru mannanna hugarfóstur. Plánetan okkar er eitt risastórt ofurkerfi. Það sem gerist einhvers staðar hefur áhrif alls staðar. Sú hugmynd að eitt land geti varið sig með sínu eigin loftlagsregluverki er eins og að ætla að hafa reyklaust svæði í flugvél.