Noland Arbaugh var fyrsti maðurinn, sem er lamaður á höndum og fótum, til að fá grædda í sig örflögu fyrir heila. Framleiðandinn var Neuralink, sem er í eigu Elons Musks og er sprotafyrirtæki í þeirri tækni að flétta saman heilastarfsemi og tölvutækni

Noland Arbaugh var fyrsti maðurinn, sem er lamaður á höndum og fótum, til að fá grædda í sig örflögu fyrir heila. Framleiðandinn var Neuralink, sem er í eigu Elons Musks og er sprotafyrirtæki í þeirri tækni að flétta saman heilastarfsemi og tölvutækni. Arbaugh er þrítugur. Hann lamaðist fyrir átta árum við áverka á mænu. Hann sagði í maí að flagan, sem er á stærð við mynd og er gerð úr rúmlega þúsund örsmáum rafskautum sem þekkja og kóða merki frá stafrænu, blátannartengdu tæki, hefði breytt lífi sínu. Hann gæti nú haft nánast fulla stjórn á tölvu með því að nota hugsanir sínar.