Jennifer og James Crumbley eru fyrstu foreldrarnir, sem dæmdir hafa verið í Bandaríkjunum vegna árásar, sem barn þeirra gerði í skóla. Þau eru foreldrar Ethans Roberts Crumbleys, 15 ára unglings, sem var dæmdur fyrir að skjóta fjóra nemendur til bana og særa sjö í skóla í Michigan árið 2021

Jennifer og James Crumbley eru fyrstu foreldrarnir, sem dæmdir hafa verið í Bandaríkjunum vegna árásar, sem barn þeirra gerði í skóla. Þau eru foreldrar Ethans Roberts Crumbleys, 15 ára unglings, sem var dæmdur fyrir að skjóta fjóra nemendur til bana og særa sjö í skóla í Michigan árið 2021. Jennifer Crumbley var dæmd fyrir manndráp af gáleysi í febrúar og James Crumbley var dæmdur fyrir sömu sakir í mars. Þau voru sótt til saka hvort í sínu lagi. Dómurinn hefur greinilega skapað fordæmi því að yfirvöld í Georgíu ákærðu í september föður Colts Grays, 14 ára drengs, sem í byrjun september skaut fjóra til bana og særði sjö í skóla sínum í ríkinu.