Fortíð Jane Fonda og Richard Perry voru par í átta ár, en leiðir skildi 2017.
Fortíð Jane Fonda og Richard Perry voru par í átta ár, en leiðir skildi 2017. — AFP/Mike Windle
Bandaríski upptökustjórinn og framleiðandinn Richard Perry er látinn, 82 ára að aldri. Dánarmein hans var hjartastopp. Frá þessu greinir fréttaveitan AP. Á löngum og farsælum ferli sínum vann Perry með tónlistarfólki á borð við Rod Stewart, Ringo Starr og Pointer Sisters

Bandaríski upptökustjórinn og framleiðandinn Richard Perry er látinn, 82 ára að aldri. Dánarmein hans var hjartastopp. Frá þessu greinir fréttaveitan AP. Á löngum og farsælum ferli sínum vann Perry með tónlistarfólki á borð við Rod Stewart, Ringo Starr og Pointer Sisters.

Perry stimplaði sig inn í plötubransann vestanhafs þegar hann tók upp plötuna Stoney End (1971) með Barböru Streisand, en í framhaldinu útnefndi New York Times hann einn áreiðanlegasta smelluhöfund bransans. Árið 1972 tók hann upp „You're So Vain“ með Carly Simon sem komst á Billboard-metlistann. Simon upplýsti seinna að Perry hefði tekið lagið upp 100 sinnum áður en hann varð ánægður með útkomuna. Perry var tilnefndur til Grammy-verðlauna alls sjö sinnum án þess að vinna þau, en 2015 hlaut hann Grammy-heiðursverðlaun fyrir ævistarf sitt í tónlistarbransanum.