Vísindamönnum um allan heim hefur í samvinnu tekist að kortleggja rúmlega 140 þúsund taugafrumur eða taugaboðunga og 50 milljónir tenginga á milli þeirra í heila fullorðinnar ávaxtaflugu og birtu grein um afrekið í tímaritinu Nature í október
Vísindamönnum um allan heim hefur í samvinnu tekist að kortleggja rúmlega 140 þúsund taugafrumur eða taugaboðunga og 50 milljónir tenginga á milli þeirra í heila fullorðinnar ávaxtaflugu og birtu grein um afrekið í tímaritinu Nature í október. Samvinnuverkefnið hefur hjálpað vísindamönnum að átta sig á því hvernig heilinn býr til skipanir og telja þeir að þetta sé skref í áttina að betri skilningi á heilum annarra dýra.