Hudson Meek
Hudson Meek
Bandaríski leikarinn Hudson Meek lést af sárum sínum 21. desember aðeins 16 ára gamall. Meek, sem þekktastur er fyrir leik sinn í kvikmyndinni Baby Driver (2017), hafði tveimur dögum áður fallið út úr bíl á ferð í heimabæ sínum Birmingham í Alabama

Bandaríski leikarinn Hudson Meek lést af sárum sínum 21. desember aðeins 16 ára gamall. Meek, sem þekktastur er fyrir leik sinn í kvikmyndinni Baby Driver (2017), hafði tveimur dögum áður fallið út úr bíl á ferð í heimabæ sínum Birmingham í Alabama. Í frétt Guardian um málið kemur fram að fjölskylda hans ætli að bjóða upp á beint streymi frá sérstakri minningarathöfn um Meek sem haldin verður í dag, laugardag, en streymið verður á Instagram-reikningi hans.