— Reuters/Zoubeir Souissi
Ofurmaraþonhlauparanum Russ Cook tókst fyrstum manna að hlaupa frá syðsta odda Afríku til þess nyrsta. Fór hann rúmlega 16 þúsund km á 352 dögum. Cook er 27 ára gamall og er frá Worthing í Vestur-Sussex á Englandi

Ofurmaraþonhlauparanum Russ Cook tókst fyrstum manna að hlaupa frá syðsta odda Afríku til þess nyrsta. Fór hann rúmlega 16 þúsund km á 352 dögum. Cook er 27 ára gamall og er frá Worthing í Vestur-Sussex á Englandi. Hann hóf hlaupið í þorpinu L’Agulhas í Suður-Afríku í apríl í fyrra og lauk því í Ras Angelas í Túnis 7. apríl á þessu ári. Hann lenti í ýmsum skakkaföllum á leiðinni, þurfti að glíma við meiðsli og var einu sinni stöðvaður af ræningjum með alvæpni. Honum tókst að safna rúmlega 1,24 milljónum dollara (um 170 milljónum króna) til góðgerðarmála með uppátækinu.