Stjórn KSÍ hefur heimilað starfshópi að bjóða þremur þjálfurum í viðtal um starf þjálfara karlalandsliðsins. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnarfundar sem haldinn var 20. desember. Þjálfararnir eru ekki nafngreindir en Heimir Gunnlaugsson,…
Stjórn KSÍ hefur heimilað starfshópi að bjóða þremur þjálfurum í viðtal um starf þjálfara karlalandsliðsins. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnarfundar sem haldinn var 20. desember. Þjálfararnir eru ekki nafngreindir en Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, staðfesti við Vísi að KSÍ hefði fengið leyfi til að ræða við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara karlaliðsins. Fótbolti.net greindi þá frá því að Freyr Alexandersson væri einnig á blaði.