Retro Stefson kemur saman eftir átta ára pásu í kvöld, laugardagskvöldið 28. desember, klukkan 20 í N1-höllinni á Hlíðarenda þar sem blásið verður til sannkallaðrar gleðisprengju, að því er segir í tilkynningu

Retro Stefson kemur saman eftir átta ára pásu í kvöld, laugardagskvöldið 28. desember, klukkan 20 í N1-höllinni á Hlíðarenda þar sem blásið verður til sannkallaðrar gleðisprengju, að því er segir í tilkynningu. Húsið verður opnað klukkan 19 og er stefnan tekin á „mínífestival“ í svartasta skammdeginu. Á efri hæðinni verður svo hægt að njóta veitinga í fljótandi og föstu formi „og/eða vera í stóra salnum niðri þar sem frábær atriði troða upp áður en Retro Stefson stígur á svið“.