Helgi Kristjánsson fæddist 28. desember 1894 í Leirhöfn á Melrakkasléttu. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Þorgrímsson, f. 1819, d. 1896, og Helga Sigríður Sæmundsdóttir, f. 1856, d. 1931. Helgi var bóndi í Leirhöfn 1919-54 en átti síðan heima þar til æviloka

Helgi Kristjánsson fæddist 28. desember 1894 í Leirhöfn á Melrakkasléttu. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Þorgrímsson, f. 1819, d. 1896, og Helga Sigríður Sæmundsdóttir, f. 1856, d. 1931.

Helgi var bóndi í Leirhöfn 1919-54 en átti síðan heima þar til æviloka. Helgi var mikill bókasafnari og árið 1952 gaf hann Norður-Þingeyjarsýslu bókasafn sitt sem þá taldi meira en 7.000 bækur. Það var upphafið að Sýslubókasafni Norður-Þingeyjarsýslu, sem síðar fékk nafnið Héraðsbókasafn N-Þingeyinga. Helgi var bókbindari og bæði batt inn og gyllti bækur sínar og tímarit.

Árið 1925 stofnaði hann „Húfugerðina Leirhöfn“ sem var þekktust fyrir skinnhúfur sem kenndar voru við Leirhöfn og fóru vítt um land. Helgi var í forustu bændasamtaka og kaupfélags á sínu svæði um áratugi og sat einnig í sveitarstjórn.

Kona Helga var Andrea Pálína Jónsdóttir, f. 1902, d. 1990. Þau eignuðust sjö börn.

Helgi lést 17. september 1982.