— The New York Times/Luis Antonio Rojas
Claudia Sheinbaum er fyrsta konan og jafnframt fyrsti gyðingurinn til að setjast í stól forseta í Mexíkó. Hún tók við embætti 1. október og var myndin tekin þá. Til hægri við hana er forveri hennar, Andrés Manuel López Obrador

Claudia Sheinbaum er fyrsta konan og jafnframt fyrsti gyðingurinn til að setjast í stól forseta í Mexíkó. Hún tók við embætti 1. október og var myndin tekin þá. Til hægri við hana er forveri hennar, Andrés Manuel López Obrador. Katólikkar eru í miklum meirihluta í landinu og konur fengu ekki kosningarétt fyrr en 1953. Sheinbaum fékk tæplega sextíu prósent atkvæða í kosningunum í júní. Þær voru sögulegar að því leyti að báðir helstu keppinautarnir um embættið voru konur. Sheinbaum var áður borgarstjóri Mexíkóborgar. Hennar bíða vandasöm verkefni á borð við að glíma við öflug og ofbeldisfull eiturlyfjagengi og taka á miklum hallarekstri ríkisins.