— The New York Times/Luis Antonio Rojas
Taco-sali í Mexíkó fékk ástæðu til að fagna á árinu þegar hann hlaut Michelin-stjörnu. Taco-vagninn hefur verið rekinn í 60 ár. Fullu nafni nefnist hann Taquería El Califa de León og er einn af þúsundum slíkra vagna í Mexíkóborg, höfuðborg Mexíkó

Taco-sali í Mexíkó fékk ástæðu til að fagna á árinu þegar hann hlaut Michelin-stjörnu. Taco-vagninn hefur verið rekinn í 60 ár. Fullu nafni nefnist hann Taquería El Califa de León og er einn af þúsundum slíkra vagna í Mexíkóborg, höfuðborg Mexíkó. Viðurkenningin var veitt í maí þegar Michelin var í fyrsta skipti með útgáfu helgaða Mexikó og er þetta eini matarvagninn, sem fengið hefur stjörnu til þessa. Taquería El Califa de León tekur aðeins við reiðufé. Þar eru seldar fjórar gerðir af taco; þrjár með nautakjöti og ein með svínakjöti. Eftir að vagninn fékk stjörnuna hafa viðskiptavinir þurft að bíða í allt að þrjár klukkustundir eftir að röðin komi að þeim.